Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2021 12:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira