Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 10:06 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. vísir Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira