Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:29 Alma Möller landlæknir fór yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira