Tom Brady fær 65 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 13:16 Tom Brady fagnar sigri á Green Bay Packers í gær. AP/Morry Gash 65 milljónir fyrir eina góða kvöldstund. Tom Brady fagnaði ekki bara sigri á Green Bay Packers í nótt heldur einnig veglegri bónusgreiðslu inn á bankareikninginn sinn. Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum. NFL Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum.
NFL Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum