Juventus með mikilvægan sigur á liðsfélögum Andra

Leikmenn Juve fagna marki í dag.
Leikmenn Juve fagna marki í dag. getty/Giorgio Perottino

Andri Fannar sat allan tímann á varamannabekknum hjá Bologna í þetta skiptið þegar Juventus vann sannfærandi 2-0 sigur. 

Brasilíumaðurinn Arthur Melo kom Juventus yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Staðan í hálfleik var 1-0 en það var síðan Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie sem innsiglaði sigur Ítalíumeistaranna á 71. mínútu eftir stoðsendingu frá Juan Cuadrado.

Eftir leikinn er Juventus í 5. sæti með 36 stig, sjö stigum á eftir toppliði Milan en með leik til góða. Bologna er í 12. sæti með 21 stig. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.