Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2021 23:30 Skólanum á Birkimel á Barðaströnd var lokað árið 2016 vegna fækkunar barna í sveitinni. Núna hefur börnum fjölgað þar á ný og eru þau orðin tólf talsins. Barðastrandarhreppur var áður sjálfstætt sveitarfélag en varð hluti Vesturbyggðar árið 1994. Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans: Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans:
Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira