Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2021 23:30 Skólanum á Birkimel á Barðaströnd var lokað árið 2016 vegna fækkunar barna í sveitinni. Núna hefur börnum fjölgað þar á ný og eru þau orðin tólf talsins. Barðastrandarhreppur var áður sjálfstætt sveitarfélag en varð hluti Vesturbyggðar árið 1994. Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans: Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans:
Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira