Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2021 23:30 Skólanum á Birkimel á Barðaströnd var lokað árið 2016 vegna fækkunar barna í sveitinni. Núna hefur börnum fjölgað þar á ný og eru þau orðin tólf talsins. Barðastrandarhreppur var áður sjálfstætt sveitarfélag en varð hluti Vesturbyggðar árið 1994. Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans: Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans:
Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira