Ríkisstjórnin vinsælli en stjórnarflokkarnir samanlagt Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 21:00 Tæplega sextíu prósent styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi. „Það sem vakti athygli mína við þessa könnun er að þessi góði stuðningur við ríkisstjórnina, hann endurspeglar ekki gengi flokkanna sem að henni standa. Ef við tökum saman fylgi þeirra þriggja, þá er það mun minna en traustið sem ríkisstjórnin nýtur,“ sagði Baldur um nýja könnun Gallup, en hann ræddi komandi kosningaár í Reykjavík síðdegis í dag. Tæplega 58 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina, en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist tæplega 44 prósent. Um 24 prósent myndu þannig kjósa Sjálfstæðisflokk ef gengið yrði til kosninga í dag, tíu prósent Vinstri græn og átta prósent Framsóknarflokk. „Einhverjum finnst ríkisstjórnin standa sig vel í að glíma við Covid og efnahagslegar afleiðingar þess, en þau eru ekki tilbúin til þess að merkja X við flokkana sem að henni standa. Kannski á ríkisstjórnin eitthvað þarna inni - hún getur sótt í þessa aðila sem líkar vel við störf hennar en eru ekki í augnablikinu tilbúnir til þess að kjósa flokkanna,“ segir Baldur. Hann segir stöðuna ágæta fyrir stjórnarflokkanna, en að hans mati þurfa forystumenn þeirra að gera meira til þess að ná til kjósenda og tryggja sér atkvæði. Það séu tækifæri í stöðunni fyrir alla flokka eins og staðan er núna. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Kristinn Ingvarsson Sérstök gagnrýni á frumvarp ráðherra „Þeir eru farnir og munu í vaxandi mæli fara að reka hornin í hver annan,“ segir Baldur um samstarf stjórnarflokkanna. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sé ein stærsta vísbendingin um það, en flokkarnir hafi þar sýnt hvar þeir standa varðandi málefni hálendisins. „Það er sérstakt að ráðherra í ríkisstjórninni leggi fram frumvarp sem stjórnarþingmenn, og jafnvel ráðherra og leiðtogar samstarfsflokka, gagnrýna nokkuð harðlega í fjölmiðlum. Það hefur ekki verið algengt.“ Hann segir samstarfið hafa gengið vel, í það minnsta opinberlega. Það hafi þó ekki komið honum á óvart að forystumenn flokkanna hafi náð vel saman, og þá hafi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið nokkuð liðlegur í samstarfinu. Það sé jafnframt eðlilegt að einhver skoðanaskipti séu manna á milli í fjölmiðlum. Þá telur hann líklegt að kórónuveirufaraldurinn geri stjórnarandstöðunni erfitt fyrir, en hún þurfi þó að sækja fram af meiri krafti. Aðstæður ættu að bjóða upp á frekari sóknarfæri fyrir þá, en sem stendur mælist Samfylkingin með mest fylgi allra stjórnarandstöðuflokka, eða sautján prósent. „Stjórnarandstaðan, þeir flokkar sem að henni standa, þeir standa nú bara þokkalega að vígi í könnunum en ekkert mikið meira en það – miðað við það að þeir eru í stjórnarandstöðu og það eru gríðarlegir efnahagslegir örðugleikar í samfélaginu.“ Miðflokkurinn markar sér sérstöðu Fylgi Pírata samkvæmt könnun Gallup er um tólf prósent, aðeins hærra en það mældist í könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar það mældist 11,2 prósent. Að mati Baldurs þarf að bíða og sjá hvort það skili sér á kjördag, þar sem Píratar hafi oft náð miklu flugi í könnunum. Hann segir áhugavert að fylgjast með Sósíalistaflokknum, sem hefur verið í kringum fjögur prósent líkt og Flokkur fólksins. Sósíalistar séu líklegastir til þess að taka fylgi af Vinstri grænum og mögulega Pírötum. Þá telur hann Miðflokkinn marka sér ákveðna sérstöðu í stjórnmálunum hér á landi, og ólíklegt sé að aðrir flokkar fari sömu leið. Flokkurinn sé jafnframt líklegur til þess að bæta við sig fylgi ef kosningabaráttan gengur vel. „Hann virðist vera að reyna að marka sér ákveðna sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, með mikla áherslu á fullveldismálin og sjálfstæði Íslands. Berjast á Íslandi og erlendis gegn réttindum trans fólks og tala fyrir þjóðlegum gildum og Þjóðkirkjunni. Aðrir flokkar eru ekki að fara að feta þennan veg.“ Viðtalið við Baldur má heyra hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Skoðanakannanir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Það sem vakti athygli mína við þessa könnun er að þessi góði stuðningur við ríkisstjórnina, hann endurspeglar ekki gengi flokkanna sem að henni standa. Ef við tökum saman fylgi þeirra þriggja, þá er það mun minna en traustið sem ríkisstjórnin nýtur,“ sagði Baldur um nýja könnun Gallup, en hann ræddi komandi kosningaár í Reykjavík síðdegis í dag. Tæplega 58 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina, en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist tæplega 44 prósent. Um 24 prósent myndu þannig kjósa Sjálfstæðisflokk ef gengið yrði til kosninga í dag, tíu prósent Vinstri græn og átta prósent Framsóknarflokk. „Einhverjum finnst ríkisstjórnin standa sig vel í að glíma við Covid og efnahagslegar afleiðingar þess, en þau eru ekki tilbúin til þess að merkja X við flokkana sem að henni standa. Kannski á ríkisstjórnin eitthvað þarna inni - hún getur sótt í þessa aðila sem líkar vel við störf hennar en eru ekki í augnablikinu tilbúnir til þess að kjósa flokkanna,“ segir Baldur. Hann segir stöðuna ágæta fyrir stjórnarflokkanna, en að hans mati þurfa forystumenn þeirra að gera meira til þess að ná til kjósenda og tryggja sér atkvæði. Það séu tækifæri í stöðunni fyrir alla flokka eins og staðan er núna. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Kristinn Ingvarsson Sérstök gagnrýni á frumvarp ráðherra „Þeir eru farnir og munu í vaxandi mæli fara að reka hornin í hver annan,“ segir Baldur um samstarf stjórnarflokkanna. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sé ein stærsta vísbendingin um það, en flokkarnir hafi þar sýnt hvar þeir standa varðandi málefni hálendisins. „Það er sérstakt að ráðherra í ríkisstjórninni leggi fram frumvarp sem stjórnarþingmenn, og jafnvel ráðherra og leiðtogar samstarfsflokka, gagnrýna nokkuð harðlega í fjölmiðlum. Það hefur ekki verið algengt.“ Hann segir samstarfið hafa gengið vel, í það minnsta opinberlega. Það hafi þó ekki komið honum á óvart að forystumenn flokkanna hafi náð vel saman, og þá hafi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið nokkuð liðlegur í samstarfinu. Það sé jafnframt eðlilegt að einhver skoðanaskipti séu manna á milli í fjölmiðlum. Þá telur hann líklegt að kórónuveirufaraldurinn geri stjórnarandstöðunni erfitt fyrir, en hún þurfi þó að sækja fram af meiri krafti. Aðstæður ættu að bjóða upp á frekari sóknarfæri fyrir þá, en sem stendur mælist Samfylkingin með mest fylgi allra stjórnarandstöðuflokka, eða sautján prósent. „Stjórnarandstaðan, þeir flokkar sem að henni standa, þeir standa nú bara þokkalega að vígi í könnunum en ekkert mikið meira en það – miðað við það að þeir eru í stjórnarandstöðu og það eru gríðarlegir efnahagslegir örðugleikar í samfélaginu.“ Miðflokkurinn markar sér sérstöðu Fylgi Pírata samkvæmt könnun Gallup er um tólf prósent, aðeins hærra en það mældist í könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar það mældist 11,2 prósent. Að mati Baldurs þarf að bíða og sjá hvort það skili sér á kjördag, þar sem Píratar hafi oft náð miklu flugi í könnunum. Hann segir áhugavert að fylgjast með Sósíalistaflokknum, sem hefur verið í kringum fjögur prósent líkt og Flokkur fólksins. Sósíalistar séu líklegastir til þess að taka fylgi af Vinstri grænum og mögulega Pírötum. Þá telur hann Miðflokkinn marka sér ákveðna sérstöðu í stjórnmálunum hér á landi, og ólíklegt sé að aðrir flokkar fari sömu leið. Flokkurinn sé jafnframt líklegur til þess að bæta við sig fylgi ef kosningabaráttan gengur vel. „Hann virðist vera að reyna að marka sér ákveðna sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, með mikla áherslu á fullveldismálin og sjálfstæði Íslands. Berjast á Íslandi og erlendis gegn réttindum trans fólks og tala fyrir þjóðlegum gildum og Þjóðkirkjunni. Aðrir flokkar eru ekki að fara að feta þennan veg.“ Viðtalið við Baldur má heyra hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Skoðanakannanir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira