Enski boltinn

Fullyrt að Lampard verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ensku blöðin halda því fram þennan morguninn að Frank Lampard hafi samþykkt að skrifa undir nýjan eins árs samning við Chelsea.

Framtíð Lampard hjá Chelsea hefur verið í mikilli óvissu en fyrr í vetur var staðfest að hann myndi fara frá liðinu í lok tímabilsins.

En síðan fóru samningaviðræður aftur í gang og nú mun eins árs samningur liggja á borðinu. Lampard verður fyrirliði Chelsea í kvöld, er liðið mætir Benfica í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA.

Hann vildi lítið tjá sig um framtíð sína á blaðamannafundi í gær. „Ég veit ekki hvað gerist næst en það skiptir ekki máli. Þetta snýst um að vinna leikinn og við viljum allir vinna þennan leik fyrir félagið.“

Lampard hafði verið sterklega orðaður Við LA Galaxy í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×