Enski boltinn

Fréttasíða Óskars Hrafns segir Newcastle hafa áhuga á Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Vefmiðillinn sportsdirectnews.com hefur eftir sínum heimildum að Newcastle hafi hafið viðræður við umboðsmann Wayne Rooney, leikmann Manchester United.

Fréttin hefur vakið athygli enskra miðla, ekki síst vegna tengingar hennar við verslunarkeðjuna Sports Direct, sem er í eigu Mike Ashley, eiganda Newcastle.

Vefmiðillinn er þó ekki í eigu Ashley, heldur aðeins tengd fyrirtækinu í gegnum nafn þess, eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2 og Vísi, er ritstjóri umræddrar fréttasíðu.

Rooney hefur farið fram á að verða seldur frá United og verið orðaður við mörg lið, til að mynda PSG og Bayern München.

Samkvæmt vefsíðu Mirror hefur Newcastle neitað því að innihald fréttarinnar eigi við rök að styðjast.

Uppfært:Sportsdirectnews biðst afsökunar á fréttinni af Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×