Enski boltinn

Biðjast afsökunar vegna fréttarinnar um Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney með fjölskyldunni.
Wayne Rooney með fjölskyldunni. Mynd/Nordic Photos/Getty

Vefmiðillinn sportsdirectnews.com hefur dregið til baka þá frétt sína að Newcastle hafi gert tilboð í Wayne Rooney, leikmann Manchester United. Vefsíðan baðst afsökunar á því að hafa farið með þessa frétt í loftið.

Í afsökunarbeiðninni kemur fram að vefsíðan hafi ekki haft neinar heimildir fyrir þessari frétt og að hún sé ósönn. Rooney hefur farið fram á að verða seldur frá United og verið orðaður við mörg lið, til að mynda PSG og Bayern München en er ekki á leiðinni til Newcastle.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2 og Vísi, er ritstjóri umræddrar fréttasíðu.

Afsökunarbeiðni Sportsdirectnews.com

„SportsDirect News wishes to express its sincere apologies to Wayne Rooney and Triple S Sports & Entertainment Group for publishing the article "Newcastle in shock Rooney bid", which was formulated and published without authority, merit and is untrue."

 Það má líka sjá hana með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×