Enski boltinn

Bayern hefur ekki áhuga á Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Matthias Sammer, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München, segir að félagið hafi ekki áhuga á að semja við Wayne Rooney.

Rooney hefur farið fram á sölu hjá félagi sínu, Manchester United, en óvíst er hvort að verðandi knattspyrnustjóri liðsins, David Moyes, samþykki það.

Bayern er eitt þeirra liða sem Rooney hefur verið orðaður við en Sammer gefur lítið fyrir þær sögusagnir.

„Ég veit ekki hvað Rooney hefur fram að færa í þsýku úrvalsdeildinni. Því get ég ekki svarað,“ sagði Sammer við enska fjölmiðla.

„En ég ber mikla virðingu fyrir Rooney en við höfum ekki haft samband við hann. Og það er alls ekki á dagskránni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×