Lífið

Eyþór á leiðinni á sviðið

Eyþór Ingi er vel stemmdur fyrir dómaraútsendingunni í kvöld.
Eyþór Ingi er vel stemmdur fyrir dómaraútsendingunni í kvöld. Mynd/Vísir

Eyþór Ingi stígur á svið fyrir Íslands hönd í Malmö í kvöld, en um er að ræða sérstaka dómaraútsendingu. Rennslið verður nákvæmlega eins og í undankeppninni á morgun og verður sent út beint til dómnefnda þeirra landa sem taka þátt.

 

Síðustu ár hafa dómnefndir haft helmingsvægi á móti símakosningu. Fimm einstaklingar sitja í dómnefnd og hafa mikið um það að segja hvaða lög komast upp úr undanúrslitunum og hvernig úrslitin ráðast  á aðalkvöldinu.

 

Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska teymisins í Malmö, segir Eyþór Inga vera vel stemmdan fyrir rennslinu. ,,Þessi dómaraútsending skiptir náttúrlega mjög miklu máli en við höldum bara ró okkar og erum eldhress hérna baksviðs, enda hafa allar æfingar gengið mjög vel.“

 

Aðspurður segist Jónatan ekki geta gefið upp hvaða einstaklingar sitja í íslensku dómnefndinni. ,,Nei, það er aldrei gefið upp fyrr en eftir keppnina, það verður bara að bíða þar til á laugardaginn“.

 

Hér að ofan er hægt að hlusta á Eyþór Inga í viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.