Sagðist geta lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði þegar hann bætti heimsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 07:30 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira