Borðaði tíu þúsund hitaeiningar á dag: „Þetta tekur rosalega á líkamann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2020 13:29 Hafþór og Rikki G í hljóðveri FM957 í morgun. Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan. Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan.
Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14