Fótbolti

Karagounis hetja Grikkja | Rússar sátu eftir með sárt ennið

Giannis Maniatis og Giorgos Karagounis fagna marki þess fyrrnefnda.
Giannis Maniatis og Giorgos Karagounis fagna marki þess fyrrnefnda. Getty Images / Nordic Photos
Grikkir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla í kvöld með 1-0 sigri gegn Rússum í lokaumferð A-riðils. Giorgios Karagounis skoraði eina mark leiksins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Þessi úrslit gerðu það að verkum að Rússar sitja eftir með sárt ennið í þessum riðli ásamt gestgjöfum Póllands. Grikkir og Tékkar komust áfram úr þessum riðli en Tékkar lögðu Pólverja 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×