Innlent

Hrottaleg árás unglinga á leigubílsstjóra

Leigubílstjóri liggur talsvert meiddur á Landsspítalanum, eftir að sextán ára unglingur og félagi hans réðust á hann og veittu honum alvarlega áverka með barefli í nótt.

Bílstjóranum tókst að kalla á hjálp og var hann fluttur í sjúkrabíl á slysadeild.

Snemma í morgun sást svo til unglings við að stela bíl við Sundlaugarnar í Laugardalnum og bar lýsing á honum saman við við útlit árásarmannsins.

Hófst þá gríðarleg leit með þáttöku tuga leigubíla, að stolna bílnum, sem fanst mannlaus skömmu síðar. Eftir snarpa leit lögreglumanna þar á vettvangi, fanst unglingurinn og er nú verið að yfirheyra hann. Vitorðsmaðurinn er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×