Lagerbäck: Zlatan er einstakur Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2014 21:30 Zlatan raðar inn mörkum. Vísir/Getty „Auðvitað sá maður strax að hann var mikið efni,“ segir Svíinn Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, um framherjann magnaða, ZlatanIbrahimovic, í útvarpsviðtali við Sky Sports. Zlatan hefur farið á kostum með PSG á tímabilinu og er búinn að skora 25 deildarmörk auk þess sem hann er búinn að skora 10 mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Zlatan vantar eitt mark til að verða markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik 19 ára gamall undir stjórn Lagerbäcks. Hann var þá á mála hjá Ajax. „Ég sá hann spila með liðinu sínu og ég þekkti þjálfarann hans mjög vel. Við fylgdumst vel með honum í nokkur ár áður en við völdum hann í landsliðið,“ segir Lagerbäck. „Hann var gríðarlega efnilegur. Maður veit aldrei hvernig framtíðin verður hjá leikmönnum en mér fannst hann alltaf eiga möguleika á að verða mjög góður leikmaður. Hann var auðvitað fullur sjálfstrausts en hafði sig lítið frammi og spilaði ekki mikið til að byrja með.“ „Ég held að allir leikmenn séu þannig til að byrja með en þegar maður fór að kynnast honum kom í ljós að hann var með mikið sjálfstraust og hafði mikinn metnað. Hann vildi alltaf reyna að vera sá besti.“Lars Lagerbäck gaf Zlatan tækifæri með sænska landsliðinu.Vísir/GettyLagerbäck segir Zlatan öðruvísi en aðra bestu leikmenn heims því hann heldur alltaf áfram að bæta sig með aldrinum. „Hann er mjög sérstakur persónuleiki og gerir miklar kröfur á sjálfan sig. Það sem gerir Zlatan einstakan er að aðrir leikmenn bæta sig ekki jafnmikið í kringum þrítugt,“ segir Lagerbäck. „Það verður ekki auðvelt fyrir hann að verða betri en hann er í dag. Hann er frábær leikmaður og getur gert ótrúlega hluti sem enginn annar getur gert. Það muna allir á Englandi eftir markinu sem hann skoraði í vináttuleiknum í fyrra. Hann er svo mikill íþróttamaður og getur gert magnaða hluti,“ segir Lars Lagerbäck. Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
„Auðvitað sá maður strax að hann var mikið efni,“ segir Svíinn Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, um framherjann magnaða, ZlatanIbrahimovic, í útvarpsviðtali við Sky Sports. Zlatan hefur farið á kostum með PSG á tímabilinu og er búinn að skora 25 deildarmörk auk þess sem hann er búinn að skora 10 mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Zlatan vantar eitt mark til að verða markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik 19 ára gamall undir stjórn Lagerbäcks. Hann var þá á mála hjá Ajax. „Ég sá hann spila með liðinu sínu og ég þekkti þjálfarann hans mjög vel. Við fylgdumst vel með honum í nokkur ár áður en við völdum hann í landsliðið,“ segir Lagerbäck. „Hann var gríðarlega efnilegur. Maður veit aldrei hvernig framtíðin verður hjá leikmönnum en mér fannst hann alltaf eiga möguleika á að verða mjög góður leikmaður. Hann var auðvitað fullur sjálfstrausts en hafði sig lítið frammi og spilaði ekki mikið til að byrja með.“ „Ég held að allir leikmenn séu þannig til að byrja með en þegar maður fór að kynnast honum kom í ljós að hann var með mikið sjálfstraust og hafði mikinn metnað. Hann vildi alltaf reyna að vera sá besti.“Lars Lagerbäck gaf Zlatan tækifæri með sænska landsliðinu.Vísir/GettyLagerbäck segir Zlatan öðruvísi en aðra bestu leikmenn heims því hann heldur alltaf áfram að bæta sig með aldrinum. „Hann er mjög sérstakur persónuleiki og gerir miklar kröfur á sjálfan sig. Það sem gerir Zlatan einstakan er að aðrir leikmenn bæta sig ekki jafnmikið í kringum þrítugt,“ segir Lagerbäck. „Það verður ekki auðvelt fyrir hann að verða betri en hann er í dag. Hann er frábær leikmaður og getur gert ótrúlega hluti sem enginn annar getur gert. Það muna allir á Englandi eftir markinu sem hann skoraði í vináttuleiknum í fyrra. Hann er svo mikill íþróttamaður og getur gert magnaða hluti,“ segir Lars Lagerbäck.
Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn