Erlent

Lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna gefur neyðar­heimild til að nota Ebóla­lyf við Co­vid-19

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Daniel O'Day forstjóri lyfjafyrirtækisins Gilead á fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu. Gilead ætlar að gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu remdesivir til að nota sem meðferðarúrræði við Covid-19.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Daniel O'Day forstjóri lyfjafyrirtækisins Gilead á fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu. Gilead ætlar að gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu remdesivir til að nota sem meðferðarúrræði við Covid-19. EPA/Erin Schaff

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. Nú verður því hægt að nota lyfið í alvarlegustu tilfellum veikinnar þegar fólk hefur verið lagt inn á sjúkrahús.

Nýlega var gerð rannsókn með lyfið og var þar sýnt fram á að það gæti stytt tímann sem tæki fyrir sjúklinga sem voru alvarlega veikir að batna af Covid-19.

Sérfræðingar hafa varað við því að lyfið, sem var upprunalega þróað sem meðferð við Ebóla og er framleitt af lyfjafyrirtækinu Gilead, ætti ekki að nota sem einhverja „töfralausn“ við kórónuveirunni.

Sjá einnig: Tilraunalyf vekur vonir

Á fundi með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sagði Daniel O‘Day, forstjóri Gilead, að heimildin væri mikilvægt fyrsta skref. Þá muni fyrirtækið gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu. Stephen Hahn, forstjóri matvæla- og lyfjaeftirlitsins, sagði á fundinum: „Þetta er fyrsta meðferðin við Covid-19 sem hefur verið gerð heimil og við erum mjög stolt af því að vera hluti af því skrefi.“

Donald Trump hefur verið hávær talsmaður þess að nota remdesivir sem meðferðarúrræði við Covid-19 en í rannsókninni sem gerð var á virkni lyfsins við Covid-19 kom í ljós að lyfið gæti stytt veikindatímann úr fimmtán dögum í ellefu.

Í rannsókninni tóku 1.063 þátt og voru það sjúklingar á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn. Sumir fengu lyfið sjálft í æð en aðrir fengu lyfleysumeðferð. Þrátt fyrir að lyfið stytti mögulega veikindatímann er ekki ljóst hvort það komi í veg fyrir dauðsföll af völdum Covid-19. Rannsóknirnar sem hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á Covid-19 eru mun fámennari


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×