Enski boltinn

Chelsea vann á sjálfsmarki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba fagnar marki sínu.
Drogba fagnar marki sínu.

Chelsea slapp með skrekkinn er liðið tók á móti Fulham í dag þar sem Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, var á meðal áhorfenda.

Fulham byrjaði leikinn með látum og komst yfir strax á 4. mínútu með marki Zoltan Gera. Chelsea sótti nokkuð stíft eftir það en varnarleikur Fulham var öflugur.

Það var ekki fyrr en á 73. mínútu að stíflan brast er Didier Drogba kom boltanum loksins í mark Fulham.

Aðeins tveim mínútum síðar skoraði Chris Smalling slysalegt sjálfsmark sem dugði Chelsea til sigurs.

Chelsea því aftur komið með fimm stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni.

Úrslit:

Chelsea-Fulham  2-1

0-1 Zoltan Gera (4.), 1-1 Didier Drogba (73.), 2-1 Chris Smalling, sjm (75.)

Blackburn-Sunderland  2-2

0-1 Darren Bent (52.), 1-1 Morten Gamst Pedersen (53.), 1-2 Darren Bent (65.), 2-2 El-Hadji Diouf (77.)

Everton-Burnley  2-0

1-0 James Vaughan (83.), 2-0 Stephen Pienaar (90.)

Rautt spjald: Stephen Jordan hjá Burnley (83.)

Stoke-Birmingham  0-1

0-1 Cameron Jerome (50.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×