Erlent

Þrír létust í sprengingunum

Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður. Árásirnar áttu sér stað í höfuðborg Mjanmar, Yangon. Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér en fjölmiðlar í borginni telja að þekktur hópur uppreisnarmanna þar í landi standi á bak við verknaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×