Föstudagsplaylisti Önnu Worthington De Matos Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 1. maí 2020 13:00 Anna í höfuðstöðvum og stjórnstöð streymistónlistarhátíðarinnar Sóttkví 2020. Juliana Güntert Anna Worthington De Matos rekur Reykjavík Tool Library, eins konar „tækjasafn“ sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Það leyfir meðlimum að fá lánuð tæki og tól, ásamt ýmiss konar leiðbeiningum, á svipaðan hátt og bókasafn. Á tímum Covid stendur Anna einnig fyrir streymistónlistarhátíðinni Sóttkví 2020. Hún hefur ekki getað unnið síðustu sjö vikurnar vegna sjálfsofnæmissjúkdóms sem setur hana í áhættuhóp gagnvart veirunni, og einangrun hennar heima við varð til þess að hátíðin varð til. Hennar helsti samstarfsaðili er tónlistarmaðurinn Sacha Bernardson og hafa þau nú þegar haldið hátíðina tvisvar, fyrst í heilan sólarhring samfleytt, og næst í átta klukkustundir. Hátíðin verður svo haldin í þriðja sinn um helgina og verður hægt að nálgast streymið frá henni á Vísi. Anna setti saman lagalista sem samanstendur bæði af listamönnum sem munu koma fram á hátíðinni um helgina og svo tónlist sem er í uppáhaldi hjá Önnu. „Þessi lagalisti er blanda af gömlu, nýju, listamönnum frá Sóttkví 2020 1,2 og 3, ásamt ýmsu öðru,“ segir Anna um listann. „Hann er jafn fjölbreyttur og tónlistarsmekkurinn minn, og eflaust örlítið ruglandi ef þú reynir að finna samhengið í honum.“ Hún mælir með að fólk velji shuffle og njóti handahófskenndrar ferðarinnar. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Anna Worthington De Matos rekur Reykjavík Tool Library, eins konar „tækjasafn“ sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Það leyfir meðlimum að fá lánuð tæki og tól, ásamt ýmiss konar leiðbeiningum, á svipaðan hátt og bókasafn. Á tímum Covid stendur Anna einnig fyrir streymistónlistarhátíðinni Sóttkví 2020. Hún hefur ekki getað unnið síðustu sjö vikurnar vegna sjálfsofnæmissjúkdóms sem setur hana í áhættuhóp gagnvart veirunni, og einangrun hennar heima við varð til þess að hátíðin varð til. Hennar helsti samstarfsaðili er tónlistarmaðurinn Sacha Bernardson og hafa þau nú þegar haldið hátíðina tvisvar, fyrst í heilan sólarhring samfleytt, og næst í átta klukkustundir. Hátíðin verður svo haldin í þriðja sinn um helgina og verður hægt að nálgast streymið frá henni á Vísi. Anna setti saman lagalista sem samanstendur bæði af listamönnum sem munu koma fram á hátíðinni um helgina og svo tónlist sem er í uppáhaldi hjá Önnu. „Þessi lagalisti er blanda af gömlu, nýju, listamönnum frá Sóttkví 2020 1,2 og 3, ásamt ýmsu öðru,“ segir Anna um listann. „Hann er jafn fjölbreyttur og tónlistarsmekkurinn minn, og eflaust örlítið ruglandi ef þú reynir að finna samhengið í honum.“ Hún mælir með að fólk velji shuffle og njóti handahófskenndrar ferðarinnar.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira