Íslenski boltinn

Höskuldur Eiríksson hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Höskuldur varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð.
Höskuldur varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð. Mynd/Arnþór

KR-ingurinn Höskuldur Eiríksson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir langa baráttu við meiðsli.

Höskuldur sneri aftur í uppeldisfélagið sitt, KR, nú í vetur en náði aldrei að hrista af sér meiðslin sem hafa verið að plaga hann undanfarin misseri. Hann lék með FH í fyrra og þar áður með Víkingi.

Árið 2007 var hann lánaður frá Víkingi til Viking í Noregi en vegna meiðsla náði hann aldrei að spila með félaginu í norsku úrvalsdeildinni.

Þetta kemur fram á stuðningsmannavef KR, krreykjavik.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×