Innlent

Bakkavík segir upp 48 starfsmönnum

MYND/Halldór Sveinbjörnsson

48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. Þungur rekstur hefur bitnað á lausafjárstöðu og því greip stjórn félagsins til þess ráðs að selja hlut sinn í útgerðarfélaginu Rekavík.

 

Sú ákvörðun hefur það hins vegar í för með sér að óvissa skapast um hráefnisöflun fyrir rækjuvinnsluna, sem var erfið fyrir eins og segir í tilkynningunni og því sér stjórnin sig knúna til að segja starfsmönnunum 48 upp störfum. Stjórnendur vonast til þess að það takist að afla hráefnis svo vinnsla geti hafist á ný.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×