Innlent

Starfshópur til höfuðs mengun

Frá undirritun samkomulagsins í morgun.
Frá undirritun samkomulagsins í morgun. MYND/Samgönguráðuneytið

Ríki og sveitarfélög hafa komist að samkomulagi um stofnun starfshóps um almenningssamgöngur sem finna á leiðir til að draga úr mengun af völdum bílaumferðar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu samkomulagið í morgun.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að skipaður verði starfshópur þriggja fulltrúa samgönguráðuneytisins og þriggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn hefur meðal annars það markmið að finna leiðir til að efla og nýta betur almenningssamgöngur. Ennfremur er hópnum gert að finna leiðir til að draga úr mengun af völdum bílaumferðar og þar með minnkun svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×