Innlent

Átján umferðaróhöpp í gær

MYND/GVA

Tilkynnt var um átján umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær samkvæmt lögreglunni. Flest voru þau minniháttar. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur.

Keyrt var á hjólreiðamann á fimmtugsaldri í miðborginni í gær og þurfti að flytja manninn á slysadeild. Meiðsl hans voru þó ekki talin alvarleg.

Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur en samkvæmt lögreglunni gekk umferð á höfuðborgarsvæðinu að öðru leyti vel fyrir sig og lítið bar á hraðakstri.

Ný umferðarlög taka gildi í dag en þar er meðal annars kveðið á um harðari refsingar gegn ítrekuðum umferðarbrotum.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×