Fótbolti

Þjálfari Paragvæ allt annað en sáttur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Partýið er búið hjá stuðningsmönnum Paragvæ.
Partýið er búið hjá stuðningsmönnum Paragvæ.
Gerardo Martino landsliðsþjálfari Paragvæ sagði að dómarinn sem dæmdi leik liðsins gegn spánverjum hafa tekið mark af hans mönnum er liðin áttust við í fjórðungsúrslitum HM í gær.

Martino segir að mark hafi ranglega verið dæmt af þeim og vísar svo í afsökunarbeiðni FIFA vegna atvika í leikjum hjá Englandi og Mexico.

„FIFA biðst afskökunar á morgun og allt verður í góðu," sagði þjálfarinn kaldhæðnislega og glotti.

FIFA hefur ekki enn ákveðið hvort gripið verði til aðgerða vegna ummælana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×