Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni úr takti við raunveruleikann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:45 Paul Pogba og Anthony Martial hjá Manchester United eru báðir sagðir vera í hópi fimm launahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Simon Stacpoole Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa ekki þurft að kvarta mikið yfir launum sínum undanfarið en aðrir í Englandi kvarta hins vegar yfir viðbrögðum þeirra nú þegar herðir að vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna hafa gufað upp eftir að leik var frestað en þau þurfa samt sem áður að greiða leikmönnum sínum ofurlaun. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þetta ástand gengur ekki upp að óbreyttu. Ekkert kom samt út úr fyrstu viðræðum á milli ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakanna en stefnan var að búa til eina heildaraðgerð varðandi launagreiðslur leikmanna. Over to football where the first round of negotiations between the Premier League and the PFA over a united agreement on player wages broke down. 4/5https://t.co/i3lYxOn0x4— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 2, 2020 Telegraph segir nú að ensku úrvalsdeildarfélögin óttist núna það að þeim takist ekki að semja um launalækkun við leikmenn í deildinni. Þessar fréttir komu samt út sama dag og knattspyrnustjóri Bournemouth, Eddie Howe, bauðst til að taka á sig verulega launalækkun vegna ástandsins. Það er mikil óvissa um framhaldið þótt að enska úrvalsdeildin ætli að reyna allt til að klára tímabilið og bjarga eitthvað af tekjunum. Það gæti hins vegar bara verið sjónvarpstekjur því það verður líklegra með hverjum deginum að þessir leikir verði spilaðir án áhorfenda. People in this country have lost their jobs. Low paid workers who have taken pay cuts. Some Premier League clubs have docked their non-playing staff 20% and yet players at these same clubs are currently are on the same wage. Average Spurs wage 76k. Not a good look for PL players. https://t.co/XbtvLWsubz— Chris Sutton (@chris_sutton73) April 2, 2020 Á tímum þar sem mörgum finnst að hinir launaháu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eigi að standa með samfélaginu stinga svona fréttir vissulega í augun. Það er líka líklegt að þetta viðhorf gæti farið langt með að lama starfsemi sumra félaganna í næstu framtíð. Leikmannasamtökin standa greinilega vel með sínum skjólstæðingum en það sjá það allir að þeir verða líka að taka þátt í að bjarga framtíð ensku úrvalsdeildarinnar áður en það verður of seint. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa ekki þurft að kvarta mikið yfir launum sínum undanfarið en aðrir í Englandi kvarta hins vegar yfir viðbrögðum þeirra nú þegar herðir að vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna hafa gufað upp eftir að leik var frestað en þau þurfa samt sem áður að greiða leikmönnum sínum ofurlaun. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þetta ástand gengur ekki upp að óbreyttu. Ekkert kom samt út úr fyrstu viðræðum á milli ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakanna en stefnan var að búa til eina heildaraðgerð varðandi launagreiðslur leikmanna. Over to football where the first round of negotiations between the Premier League and the PFA over a united agreement on player wages broke down. 4/5https://t.co/i3lYxOn0x4— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 2, 2020 Telegraph segir nú að ensku úrvalsdeildarfélögin óttist núna það að þeim takist ekki að semja um launalækkun við leikmenn í deildinni. Þessar fréttir komu samt út sama dag og knattspyrnustjóri Bournemouth, Eddie Howe, bauðst til að taka á sig verulega launalækkun vegna ástandsins. Það er mikil óvissa um framhaldið þótt að enska úrvalsdeildin ætli að reyna allt til að klára tímabilið og bjarga eitthvað af tekjunum. Það gæti hins vegar bara verið sjónvarpstekjur því það verður líklegra með hverjum deginum að þessir leikir verði spilaðir án áhorfenda. People in this country have lost their jobs. Low paid workers who have taken pay cuts. Some Premier League clubs have docked their non-playing staff 20% and yet players at these same clubs are currently are on the same wage. Average Spurs wage 76k. Not a good look for PL players. https://t.co/XbtvLWsubz— Chris Sutton (@chris_sutton73) April 2, 2020 Á tímum þar sem mörgum finnst að hinir launaháu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eigi að standa með samfélaginu stinga svona fréttir vissulega í augun. Það er líka líklegt að þetta viðhorf gæti farið langt með að lama starfsemi sumra félaganna í næstu framtíð. Leikmannasamtökin standa greinilega vel með sínum skjólstæðingum en það sjá það allir að þeir verða líka að taka þátt í að bjarga framtíð ensku úrvalsdeildarinnar áður en það verður of seint.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sjá meira