Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni úr takti við raunveruleikann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:45 Paul Pogba og Anthony Martial hjá Manchester United eru báðir sagðir vera í hópi fimm launahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Simon Stacpoole Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa ekki þurft að kvarta mikið yfir launum sínum undanfarið en aðrir í Englandi kvarta hins vegar yfir viðbrögðum þeirra nú þegar herðir að vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna hafa gufað upp eftir að leik var frestað en þau þurfa samt sem áður að greiða leikmönnum sínum ofurlaun. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þetta ástand gengur ekki upp að óbreyttu. Ekkert kom samt út úr fyrstu viðræðum á milli ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakanna en stefnan var að búa til eina heildaraðgerð varðandi launagreiðslur leikmanna. Over to football where the first round of negotiations between the Premier League and the PFA over a united agreement on player wages broke down. 4/5https://t.co/i3lYxOn0x4— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 2, 2020 Telegraph segir nú að ensku úrvalsdeildarfélögin óttist núna það að þeim takist ekki að semja um launalækkun við leikmenn í deildinni. Þessar fréttir komu samt út sama dag og knattspyrnustjóri Bournemouth, Eddie Howe, bauðst til að taka á sig verulega launalækkun vegna ástandsins. Það er mikil óvissa um framhaldið þótt að enska úrvalsdeildin ætli að reyna allt til að klára tímabilið og bjarga eitthvað af tekjunum. Það gæti hins vegar bara verið sjónvarpstekjur því það verður líklegra með hverjum deginum að þessir leikir verði spilaðir án áhorfenda. People in this country have lost their jobs. Low paid workers who have taken pay cuts. Some Premier League clubs have docked their non-playing staff 20% and yet players at these same clubs are currently are on the same wage. Average Spurs wage 76k. Not a good look for PL players. https://t.co/XbtvLWsubz— Chris Sutton (@chris_sutton73) April 2, 2020 Á tímum þar sem mörgum finnst að hinir launaháu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eigi að standa með samfélaginu stinga svona fréttir vissulega í augun. Það er líka líklegt að þetta viðhorf gæti farið langt með að lama starfsemi sumra félaganna í næstu framtíð. Leikmannasamtökin standa greinilega vel með sínum skjólstæðingum en það sjá það allir að þeir verða líka að taka þátt í að bjarga framtíð ensku úrvalsdeildarinnar áður en það verður of seint. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa ekki þurft að kvarta mikið yfir launum sínum undanfarið en aðrir í Englandi kvarta hins vegar yfir viðbrögðum þeirra nú þegar herðir að vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna hafa gufað upp eftir að leik var frestað en þau þurfa samt sem áður að greiða leikmönnum sínum ofurlaun. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þetta ástand gengur ekki upp að óbreyttu. Ekkert kom samt út úr fyrstu viðræðum á milli ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakanna en stefnan var að búa til eina heildaraðgerð varðandi launagreiðslur leikmanna. Over to football where the first round of negotiations between the Premier League and the PFA over a united agreement on player wages broke down. 4/5https://t.co/i3lYxOn0x4— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 2, 2020 Telegraph segir nú að ensku úrvalsdeildarfélögin óttist núna það að þeim takist ekki að semja um launalækkun við leikmenn í deildinni. Þessar fréttir komu samt út sama dag og knattspyrnustjóri Bournemouth, Eddie Howe, bauðst til að taka á sig verulega launalækkun vegna ástandsins. Það er mikil óvissa um framhaldið þótt að enska úrvalsdeildin ætli að reyna allt til að klára tímabilið og bjarga eitthvað af tekjunum. Það gæti hins vegar bara verið sjónvarpstekjur því það verður líklegra með hverjum deginum að þessir leikir verði spilaðir án áhorfenda. People in this country have lost their jobs. Low paid workers who have taken pay cuts. Some Premier League clubs have docked their non-playing staff 20% and yet players at these same clubs are currently are on the same wage. Average Spurs wage 76k. Not a good look for PL players. https://t.co/XbtvLWsubz— Chris Sutton (@chris_sutton73) April 2, 2020 Á tímum þar sem mörgum finnst að hinir launaháu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eigi að standa með samfélaginu stinga svona fréttir vissulega í augun. Það er líka líklegt að þetta viðhorf gæti farið langt með að lama starfsemi sumra félaganna í næstu framtíð. Leikmannasamtökin standa greinilega vel með sínum skjólstæðingum en það sjá það allir að þeir verða líka að taka þátt í að bjarga framtíð ensku úrvalsdeildarinnar áður en það verður of seint.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira