Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni úr takti við raunveruleikann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:45 Paul Pogba og Anthony Martial hjá Manchester United eru báðir sagðir vera í hópi fimm launahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Simon Stacpoole Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa ekki þurft að kvarta mikið yfir launum sínum undanfarið en aðrir í Englandi kvarta hins vegar yfir viðbrögðum þeirra nú þegar herðir að vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna hafa gufað upp eftir að leik var frestað en þau þurfa samt sem áður að greiða leikmönnum sínum ofurlaun. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þetta ástand gengur ekki upp að óbreyttu. Ekkert kom samt út úr fyrstu viðræðum á milli ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakanna en stefnan var að búa til eina heildaraðgerð varðandi launagreiðslur leikmanna. Over to football where the first round of negotiations between the Premier League and the PFA over a united agreement on player wages broke down. 4/5https://t.co/i3lYxOn0x4— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 2, 2020 Telegraph segir nú að ensku úrvalsdeildarfélögin óttist núna það að þeim takist ekki að semja um launalækkun við leikmenn í deildinni. Þessar fréttir komu samt út sama dag og knattspyrnustjóri Bournemouth, Eddie Howe, bauðst til að taka á sig verulega launalækkun vegna ástandsins. Það er mikil óvissa um framhaldið þótt að enska úrvalsdeildin ætli að reyna allt til að klára tímabilið og bjarga eitthvað af tekjunum. Það gæti hins vegar bara verið sjónvarpstekjur því það verður líklegra með hverjum deginum að þessir leikir verði spilaðir án áhorfenda. People in this country have lost their jobs. Low paid workers who have taken pay cuts. Some Premier League clubs have docked their non-playing staff 20% and yet players at these same clubs are currently are on the same wage. Average Spurs wage 76k. Not a good look for PL players. https://t.co/XbtvLWsubz— Chris Sutton (@chris_sutton73) April 2, 2020 Á tímum þar sem mörgum finnst að hinir launaháu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eigi að standa með samfélaginu stinga svona fréttir vissulega í augun. Það er líka líklegt að þetta viðhorf gæti farið langt með að lama starfsemi sumra félaganna í næstu framtíð. Leikmannasamtökin standa greinilega vel með sínum skjólstæðingum en það sjá það allir að þeir verða líka að taka þátt í að bjarga framtíð ensku úrvalsdeildarinnar áður en það verður of seint. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa ekki þurft að kvarta mikið yfir launum sínum undanfarið en aðrir í Englandi kvarta hins vegar yfir viðbrögðum þeirra nú þegar herðir að vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna hafa gufað upp eftir að leik var frestað en þau þurfa samt sem áður að greiða leikmönnum sínum ofurlaun. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þetta ástand gengur ekki upp að óbreyttu. Ekkert kom samt út úr fyrstu viðræðum á milli ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakanna en stefnan var að búa til eina heildaraðgerð varðandi launagreiðslur leikmanna. Over to football where the first round of negotiations between the Premier League and the PFA over a united agreement on player wages broke down. 4/5https://t.co/i3lYxOn0x4— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 2, 2020 Telegraph segir nú að ensku úrvalsdeildarfélögin óttist núna það að þeim takist ekki að semja um launalækkun við leikmenn í deildinni. Þessar fréttir komu samt út sama dag og knattspyrnustjóri Bournemouth, Eddie Howe, bauðst til að taka á sig verulega launalækkun vegna ástandsins. Það er mikil óvissa um framhaldið þótt að enska úrvalsdeildin ætli að reyna allt til að klára tímabilið og bjarga eitthvað af tekjunum. Það gæti hins vegar bara verið sjónvarpstekjur því það verður líklegra með hverjum deginum að þessir leikir verði spilaðir án áhorfenda. People in this country have lost their jobs. Low paid workers who have taken pay cuts. Some Premier League clubs have docked their non-playing staff 20% and yet players at these same clubs are currently are on the same wage. Average Spurs wage 76k. Not a good look for PL players. https://t.co/XbtvLWsubz— Chris Sutton (@chris_sutton73) April 2, 2020 Á tímum þar sem mörgum finnst að hinir launaháu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eigi að standa með samfélaginu stinga svona fréttir vissulega í augun. Það er líka líklegt að þetta viðhorf gæti farið langt með að lama starfsemi sumra félaganna í næstu framtíð. Leikmannasamtökin standa greinilega vel með sínum skjólstæðingum en það sjá það allir að þeir verða líka að taka þátt í að bjarga framtíð ensku úrvalsdeildarinnar áður en það verður of seint.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira