Lífið

Stærðarinnar tískusýning Mosaic

Tískukeðjan Mosaic, sem er að mestum hluta í eigu Baugs, heldur tískusýningu í Skautahöllinni næstkomandi föstudag. Um 500 manns hefur verið boðið á sýninguna, þar á meðal 200 frá Bretlandi. Nokkrar þekktar breskar söng- og leikkonur og ofurfyrirsætur hafa þegar staðfest komu sína. Má þar nefna Denise Van Outen, Samantha Mumba, Cat Deely, Samanta Morton, Erin O'Connor, Andrea Corr og Jade Parfitt. Um þriðjungur þeirra stúlkna sem munu sýna fatnaðinn eru íslenskar en hinar koma frá Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.