Fótbolti

Frægð þessara manna byggist á okkur bakvið myndavélina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ezequiel Lavezzi, leikmaður PSG, kom sér í fjölmiðlana um helgina þegar hann varð uppvís af því að fella myndatökumann inn á miðjum velli eftir leik PSG í frönsku úrvalsdeildinni.

Ruben Sluijter, myndatökumaður, hefur nú tjáð sig opinbera um málið og liggur hann ekki á skoðunum sínum.

„Manni finnst eins og sumir geri sér ekki grein fyrir því að þetta eru manneskjur að störfum sem um ræðir,“ segir Sluijter í pistli á vefsíðunni HDwarrior.

„Á mínum ferli hef ég orðið vitni af ótrúlegum hlutum frá frægu fólki þar sem það hegðun þeirra er til skammar.“

„Starfsfólk í skemmtanaiðnaðinum vinnur hörðum höndum allan sólahringinn einmitt við það að gera þetta fólk frægt, og síðan þarf maður að láta bjóða sér svona.“

„Þegar ég sá fyrst umrætt atvik þá fylltist ég mikilli reiði. Svona hegðun er það sem er að okkar samfélagi, samfélagi þar sem einelti þrífst. Vonandi hlær enginn að þessu myndbandi sem hefur gengið eins og eldur um sinu síðustu daga.“

„Skemmtanaiðnaðurinn væri ekkert án þeirra manna sem taka atburðina upp, frægð þessara manna byggist á þeim. Þessar myndavélar eru þungar og erfiðar í notkun, auk þess sem hver þeirra kostar gríðarlega mikinn pening.“

„Næst þegar einhver hálfviti ætlar að fella myndatökumann þegar hann er að vinna vinnuna sína þá er spurning að hugsa sig tvisvar um.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×