Innlent

Maður rændur á Skólavörðustíg og hnífamaður var bara með fíkniefni

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þannig var tilkynnt um að ráðist hefði verið á mann  á Skólavörðustíg upp úr klukkan sjö í morgun og hann rændur veski.  Ekki er vitað hverjir voru að verki eða hversu mikil verðmæti maðurinn var með á sér. Maðurinn, sem ráðist var á, var mjög ölvaður, en slapp án meiðsla.

Þá var einn maður handtekinn eftir að lögreglan fékk tilkynningu um að menn væru að berjast með hnífum í miðborginni. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún einn mann sem reyndist óslasaður. Hann reyndist heldur viðskotaillur og var því færður í fangageymslur lögreglunnar. Hann reyndist að vera með ætluð fíkniefni á sér en engan hníf.

Björgunarsveitin var svo ræst út um klukkan hálf sex í morgun til þess að bjarga ungmennum sem voru á bifreið á Nesjavallaleið sem höfðu fest bifreið sína í snjó og gekk vel að losa þau.

Nokkuð var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn stútur reyndist eftirlýstur af lögreglu að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×