Erlent

Meingallaðar þingkosningar

Mikið vantaði upp á að framkvæmd þingkosninga í Hvíta-Rússlandi um helgina uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru til kosninga í lýðræðisríkjum. Þetta er niðurstaða kosningaeftirlitsmanna frá Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Tone Tingsgaard, fulltrúi ÖSE, sagði að stjórnvöld hefðu að mestu litið framhjá lýðræðislegum viðmiðum við framkvæmd kosninganna. Í yfirlýsingu samtakanna segir að stjórnvöld hafi brugðist í því að tryggja að vilji almennings kæmi fram með ljósum hætti og væri undirstaðan sem stjórn landsins byggði á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×