Erlent

Vopnaðar löggur umkringja leikara

Lögreglan í Osló var fljót á vettvang eftir að vegfarandi tilkynnti að hann hefði séð vopnaða menn ráðast inn á bar í miðbæ borgarinnar. Lögreglumennirnir voru vel vopnaðir þegar þeir mættu á staðinn og réðust gegn ræningjunum. Það kom þeim hins vegar í opna skjöldu þegar einn ræninginn henti frá sér vopnunum og kallaði: "Það er allt í lagi. Við erum að taka upp mynd." Leikstjóri myndarinnar tók ábyrgðina á sig. "Ég hafði samband við lögregluna fyrr í vikunni en hefði átt að tala við þá sem voru á vakt," sagði Sarzad Samsamim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×