Erlent

Mikið magn vopna fannst hjá ETA

Hrúga af vopnum í eigu aðskilnaðarsamtakanna ETA fundust í suðvesturhluta Frakklands í morgun. Lögregla fann sprengjuvörpur, vélbyssur, riffla, skammbyssur og yfir 70 þúsund skotfæri við leit í hýbýlum ETA í morgun. Þá fundust 25 kíló af sprengiefni og fjöldinn allur af vopnum og skotfærum á sama tíma annars staðar í Frakklandi. 23 menn voru handteknir í aðgerðunum og ellefu þeirra hafa verið færðir til yfirheyrslu í París.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×