Enski boltinn

Wenger: Við megum ekki gefast upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger
Arsene Wenger vísir/getty
Arsenal fær hugsanlega sitt lokatækifæri í dag til þess að hanga í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal spilar þá við Man. City og þarf sárlega þrjú stig enda sex stigum á eftir toppliði Chelsea.

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Man. Utd, sagði að Arsenal væri „þúsund mílum“ frá því að vinna titilinn.

„Fólk sem hefur aldrei þjálfað hefur skoðanir. Ef sex stig er milljón mílur í burtu þá veit ég ekki hver mílan er í stigum talið,“ sagði Wenger en hann gerir sér samt grein fyrir að þetta er síðasta tækifærið hjá hans liði.

„Við megum ekki gefast upp. City er líklegast til þess að vinna titilinn og síðan Chelsea og Liverpool. Við getum brúað bilið í þessum leik og verðum að nýta tækifærið. Sannir sigurvegarar halda áfram er aðrir afskrifa þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×