Enski boltinn

Rooney fór upp fyrir Lampard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-1 sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og hækkaði sig um leið á listanum yfir mesti markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Wayne Rooney efur nú skorað 171 mark í ensku úrvalsdeildinni eða einu meira en Frank Lampard hjá Chelsea. Lampard er með 170 mörk í 564 leikjum en Rooney var að spila sinn 367. leik á Old Traford í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Það er ekki langt í þriðja sætið því Thierry Henry er nú aðeins fjórum mörkum á undan Rooney sem hefur skorað fimmtán deildarmörk á tímabilinu þar af fjögur þeirra í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

Flest mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar:

1. Alan Shearer (1992–2006) 260

2. Andrew Cole (1992–2008) 188     

3. Thierry Henry (1999–2007, 2012) 175

4. Wayne Rooney (2002–) 171     

5. Frank Lampard (1995–) 170     

6. Robbie Fowler (1993–2009) 162     

7. Michael Owen (1996–2013) 150     

8. Les Ferdinand (1992–2005) 149     

9. Teddy Sheringham (1992–2007) 147     

10. Robin van Persie (2004–) 132    

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×