Lögbann á fréttir úr tölvupósti 30. september 2005 00:01 Lögbann hefur verið sett á birtingu frétta úr tölvupósti sem Fréttablaðið hefur haft undir höndum. Tölvupóstarnir sem um ræðir snerta Baugsmálið. Skömmu fyrir hádegi í gær komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn blaðsins með lögbannskröfuna og úrskurð um að hún afhenti tölvupóstana. Með þeim var Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sem fór fram á lögbannið. Niðurstaðan varð sú að fulltrúar blaðsins afhentu sýslumanni tölvupóstana. "Það hefur verið gerð aðför að Fréttablaðinu og ekki bara Fréttablaðinu heldur ritfrelsi og málfrelsi," segir Sigurjón Magnús Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins. "Það er ekki nóg með að Fréttablaðið megi ekki birta fréttir úr þessum gögnum heldur hefur því einnig verið meinað að vitna í eldri fréttir sem byggja á upplýsingum úr þeim." Sigurjón Magnús segir að ástæðan fyrir því að gögnin voru afhent sýslumanni sé að hann telji algjörlega ómögulegt að rekja hvaðan gögnin komi. "Ef minnsti vafi hefði leikið á því hefði ekki komið til greina að afhenta gögnin. Ef við hefðum neitað því að afhenta þau hefði sýslumaður kallað á lögreglu." Sigurjón Magnús segir að Fréttablaðið hafi einungis birt það úr þessum gögnum sem hafi haft mikið fréttagildi, en sleppt alfarið þeim hluta sem lúti að viðkvæmu einkalífi þeirra sem hlut eiga að máli. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, segir að Jónína eigi rétt á því að gögnin séu tekin og birting þeirra stöðvuð. Lögin geri engan greinarmun á því hvert innihald gagnanna sé. "Það er bundið í lög að það megi ekki taka ófrjálsri hendi einkagögn manna og hagnýta þau án heimildar með þeim hætti sem Fréttablaðið hefur gert. Þetta kemur skýrt fram í lögum um fjarskipti og í almennu hegningarlögunum er lagt bann við því að hnýsast í einkagögn manna." "Í mínum huga þá er þetta mál sem varðar ekki sérstaklega Fréttablaðið eða þessi tölvugögn heldur snýst það miklu frekar um það hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja," segir Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla. 365 prentmiðlar hyggjast fá banninu hnekkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón segir að ef það takist ekki sé ljóst að persónuverndarákvæðið sé farið að ná langt umfram tjáningarfrelsið. "Þá erum við komin í mikinn vanda. Þá er spurning hvort eðlileg fjölmiðlun fái þrifist og hvort hægt sé að halda uppi eðlilegri lýðræðislegri starfsemi og upplýsingamiðlun í landinu. Það finnst mér meginatriðið í málinu." Jón segir lögbannið óvenju víðtækt. "Ég veit ekki dæmi þess að áður hafi verið lagt lögbann á upplýsingar sem þegar hafa verið birtar - það er mjög sérstakt." Lögbannið er lagt á fyrirtækið 365 prentmiðla sem þýðir að aðrir fjölmiðlar í eigu þess, eins og til dæmis DV, Hér og nú og Birta, verða að hlýða því. Lögbannið er bráðabirgðaaðgerð og því hefur lögfræðilega ekki verið lagður neinn dómur á það hvort krafan sé réttmæt. Hróbjartur og Jón takast á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Lögbann hefur verið sett á birtingu frétta úr tölvupósti sem Fréttablaðið hefur haft undir höndum. Tölvupóstarnir sem um ræðir snerta Baugsmálið. Skömmu fyrir hádegi í gær komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn blaðsins með lögbannskröfuna og úrskurð um að hún afhenti tölvupóstana. Með þeim var Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sem fór fram á lögbannið. Niðurstaðan varð sú að fulltrúar blaðsins afhentu sýslumanni tölvupóstana. "Það hefur verið gerð aðför að Fréttablaðinu og ekki bara Fréttablaðinu heldur ritfrelsi og málfrelsi," segir Sigurjón Magnús Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins. "Það er ekki nóg með að Fréttablaðið megi ekki birta fréttir úr þessum gögnum heldur hefur því einnig verið meinað að vitna í eldri fréttir sem byggja á upplýsingum úr þeim." Sigurjón Magnús segir að ástæðan fyrir því að gögnin voru afhent sýslumanni sé að hann telji algjörlega ómögulegt að rekja hvaðan gögnin komi. "Ef minnsti vafi hefði leikið á því hefði ekki komið til greina að afhenta gögnin. Ef við hefðum neitað því að afhenta þau hefði sýslumaður kallað á lögreglu." Sigurjón Magnús segir að Fréttablaðið hafi einungis birt það úr þessum gögnum sem hafi haft mikið fréttagildi, en sleppt alfarið þeim hluta sem lúti að viðkvæmu einkalífi þeirra sem hlut eiga að máli. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, segir að Jónína eigi rétt á því að gögnin séu tekin og birting þeirra stöðvuð. Lögin geri engan greinarmun á því hvert innihald gagnanna sé. "Það er bundið í lög að það megi ekki taka ófrjálsri hendi einkagögn manna og hagnýta þau án heimildar með þeim hætti sem Fréttablaðið hefur gert. Þetta kemur skýrt fram í lögum um fjarskipti og í almennu hegningarlögunum er lagt bann við því að hnýsast í einkagögn manna." "Í mínum huga þá er þetta mál sem varðar ekki sérstaklega Fréttablaðið eða þessi tölvugögn heldur snýst það miklu frekar um það hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja," segir Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla. 365 prentmiðlar hyggjast fá banninu hnekkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón segir að ef það takist ekki sé ljóst að persónuverndarákvæðið sé farið að ná langt umfram tjáningarfrelsið. "Þá erum við komin í mikinn vanda. Þá er spurning hvort eðlileg fjölmiðlun fái þrifist og hvort hægt sé að halda uppi eðlilegri lýðræðislegri starfsemi og upplýsingamiðlun í landinu. Það finnst mér meginatriðið í málinu." Jón segir lögbannið óvenju víðtækt. "Ég veit ekki dæmi þess að áður hafi verið lagt lögbann á upplýsingar sem þegar hafa verið birtar - það er mjög sérstakt." Lögbannið er lagt á fyrirtækið 365 prentmiðla sem þýðir að aðrir fjölmiðlar í eigu þess, eins og til dæmis DV, Hér og nú og Birta, verða að hlýða því. Lögbannið er bráðabirgðaaðgerð og því hefur lögfræðilega ekki verið lagður neinn dómur á það hvort krafan sé réttmæt. Hróbjartur og Jón takast á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira