Innlent

Hvernig mat fá börnin okkar?

Hvernig matur er í boði fyrir börnin okkar í mötuneytum grunnskólanna? Lýðheilsustöð kannar nú málið. Menn telja þó enga þörf á að banna óhollustu eins og gert hefur verið í Bretlandi. Íslensk börn borða mikið af fiski og grænmeti í skólanum en betur má ef duga skal. Bretar hafa bannað allt nema hollan mat í skólamötuneytum - út með allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum, og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti. Hér á landi er hverjum skóla í sjálfsvald sett hvað hann býður upp á og ekki stendur til að banna eitt eða neitt, enda ástandið almennt talið gott og þá sérstaklega vegna þess að foreldrar veita gott aðhald. Þó er Lýðheilsustöð að gera könnun á því hvað er í boðið upp á í mötuneytum grunnskóla landsins - og út frá því verða gerðar tillögur til að bæta það sem þó er talið þokkalega gott. Niðurstöður úr könnuninni verða tilbúnar um áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×