Innlent

Bessastaðir orðnir bleikir

Bessastaðir voru lýstir upp í bleikum lit í kvöld og munu vera það til mánudagsmorguns. Þetta er gert í tilefni af því að í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, sjötta árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa en tákn átaksins. Margir minnast þess að Hallgrímskirkja var lýst upp í október 2001, Perlan í október 2002, Stjórnarráðshúsið í október 2003 og Ráðhúsið í Reykjavík í október 2004. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu í byrjun október, m.a. á Selfossi, Akranesi, Ísafirði, Austfjörðum og í Keflavík, þar sem Bergið verður bleikt. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp tvö hundruð mannvirki í fjörutíu löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagara fossarnir og Harrod’s í London. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×