Keane ekki forgangsatriði 30. september 2005 00:01 Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Keane lét hafa það eftir sér í gær að hann ætti ekki von á því að verða áfram hjá liðinu, því samningaviðræður væru ekki hafnar eins og venja hafi verið undanfarin ár, en Keane hefur verið hjá liðinu í tólf ár. "Við vinnum hlutina eftir forgangsröð hérna og það sem við erum að einbeita okkur að núna er einfaldlega leikur helgarinnar. Við munum eiga við mál Keane fyrir luktum dyrum en ekki í fjölmiðlum," sagði Queiroz, en benti á að enginn kæmi í stað leikmanns eins og Roy Keane. "Það kemur enginn í stað leikmanna eins og Pele, Maradona, Eusebio eða Roy Keane. Þú býrð til ný lið í kring um nýja leikmenn" sagði hann. Phil Neville, sem gekk til liðs við Everton í sumar eftir að hafa leikið með Keane í tíu ár, sagði að ef Keane færi frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið. "Ef hann fer frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið og úrvalsdeildina í heild. Keane er einn allra besti leikmaður sem ég hef spilað með á ferlinum og menn verða bara að virða þá ákvörðun sem hann tekur. Mér finnst það heiður að hafa spilað með honum allan þennan tíma og ef skoðaðir eru stærstu leikir síðustu 10 ára í ensku knattspyrnunni, hefur hann oftar en ekki tekið þátt í þeim. Keane er líklega sigursælasti fyrirliði í sögu Manchester United og hans verður sárt saknað ef hann ákveður að fara frá félaginu," sagði Neville. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Keane lét hafa það eftir sér í gær að hann ætti ekki von á því að verða áfram hjá liðinu, því samningaviðræður væru ekki hafnar eins og venja hafi verið undanfarin ár, en Keane hefur verið hjá liðinu í tólf ár. "Við vinnum hlutina eftir forgangsröð hérna og það sem við erum að einbeita okkur að núna er einfaldlega leikur helgarinnar. Við munum eiga við mál Keane fyrir luktum dyrum en ekki í fjölmiðlum," sagði Queiroz, en benti á að enginn kæmi í stað leikmanns eins og Roy Keane. "Það kemur enginn í stað leikmanna eins og Pele, Maradona, Eusebio eða Roy Keane. Þú býrð til ný lið í kring um nýja leikmenn" sagði hann. Phil Neville, sem gekk til liðs við Everton í sumar eftir að hafa leikið með Keane í tíu ár, sagði að ef Keane færi frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið. "Ef hann fer frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið og úrvalsdeildina í heild. Keane er einn allra besti leikmaður sem ég hef spilað með á ferlinum og menn verða bara að virða þá ákvörðun sem hann tekur. Mér finnst það heiður að hafa spilað með honum allan þennan tíma og ef skoðaðir eru stærstu leikir síðustu 10 ára í ensku knattspyrnunni, hefur hann oftar en ekki tekið þátt í þeim. Keane er líklega sigursælasti fyrirliði í sögu Manchester United og hans verður sárt saknað ef hann ákveður að fara frá félaginu," sagði Neville.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira