Innlent

Borunarkostnaður gæti hækkað mikið

Kostnaður Landsvirkjunar af borun ganga fyrir Kárahnjúkavirkjun gæti hækkað um milljarða króna frá því sem samningur fyrirtækisins við Impregilo hljóðaði upp á. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og segir vatn og misgengi í jarðlögum vera ástæðuna. Við þetta er því að bæta að einn boranna þriggja hefur ekki verið í notkun svo vikum skiptir. Það er vegna þess að verið er að snúa honum við eftir að hann gat ekki lokið sínum áfanga vegna aðstæðna. Þeim kafla verður lokið með eldri aðferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×