Enski boltinn

De Jong: Slakt gengi er okkur leikmönnum að kenna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nigel De Jong.
Nigel De Jong. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Nigel De Jong hjá Manchester City hefur stigið fram og líst yfir trausti sínu á knattspyrnustjóranum Mark Hughes og ítrekað að dapurt gengi liðsins upp á síðkastið sé leikmönnunum sjálfum að kenna.

City hefur gert sjö jafntefli í röði í deildinni og því hefur Hughes verið gagnrýndur og Jose Mourinho til að mynda verið orðaður sem líklegur eftirmaður hans í starfi.

„Slaka gengið undanfarið er okkur leikmönnunum að kenna og það er undir okkur komið að leysa úr þessu. Við erum ósáttir með spilamennsku okkar og þurfum að bæta fyrir það. Við eigum að sýna yfirburði okkar á heimavelli en höfum ekki gert það undanfarið. Við þurfum að rífa okkur upp og halda áfram," segir De Jong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×