Fótbolti

Markmið Fílabeinsstrandarinnar: Stefna á sigur á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Toure, miðjumaður Barcelona og Fílabeinsstrandarinnar.
Yaya Toure, miðjumaður Barcelona og Fílabeinsstrandarinnar. Mynd/AFP
Yaya Toure, miðjumaður Barcelona og Fílabeinsstrandarinnar segir sig og landar sínir hafa háleit markmið á HM í Suður Afríku næsta sumar. Fílbeinsströndin stefnir á það að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna HM í knattspyrnu.

„Fólk segir að við séum með besta lið Afríku og við finnum fyrir pressunni. Ég vil ekki ekki gefa það út að ætlum að vinna Hm en við stefnum engu að síður á það að vinna keppnina," sagði Yaya Toure við FIFA.com.

„Við einbeitum okkur að því að taka eitt skref í einu og verðum að passa okkur á því að fara ekki fram úr okkur sjálfum. Fjölmiðlar munu örugglega segja að við séum sigurstranglegir en við látum það ekkert hafa áhrif á okkur," sagði Toure.

„Við vitum best sjálfir hvað við getum. Við höfum verið að ná betur saman sem lið og erum farnir að spila sem ein heild. Árið 2006 vorum við nógu hungraðir en skorti reynsluna," sagði Yaya Toure.

„Þetta verður stór stund fyrir okkur og allt fólkið heima. Þessi heimsmeistarakeppni er sérstök fyrir alla Afríku. Við erum fyrst kynslóð afríska leikmanna sem fá tækifæri til að spila á HM í eigin heimsálfu. Við erum spenntir og ánægðir með að fá að taka þátt í þessari stund," sagði Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×