Innlent

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu milljónum í eigin framboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu fúlgum fjár í framboð sín. Mynd/ Pjetur.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu fúlgum fjár í framboð sín. Mynd/ Pjetur.
Sjö frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar í apríl vörðu meira en einni milljón króna úr eigin vasa í prófkjörsbaráttuna. Jón Gunnarsson, þingmaður í suðvesturkjördæmi, varði rúmlega 2,1 milljón króna úr eigin vasa til þess að fjármagna prófkjörsbaráttu sína.





Ásbjörn Óttarsson 1 849 000 krónur

Guðlaugur Þór Þórðarson 1 111 000 krónur

Jón Gunnarsson 2 130 000 krónur

Jón Magnússon 1 161 000 krónur

Kolbrún Baldursdóttir 1 297 000 krónur

Ólöf Nordal 1 278 000 krónur

Pétur Blöndal 1 056 000 krónur

Kostnaður frambjóðenda í prófkjörum hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og VG fór ekki yfir eina milljón króna. Framlög þeirra úr eigin vasa voru því jafnframt mun lægri en framlög sjálfstæðismanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×