Flugeldasýning á White Hart Lane 19. mars 2008 21:52 Leikmenn Chelsea héldu oftar en einu sinni að þeir væru búnir að tryggja sér sigur í kvöld, en þurftu að sætta sig við stigið NordcPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham og Chelsea áttust við í ótrúlegum leik á White Hart Lane og Cristiano Ronaldo hélt áfram að skora fyrir Manchester United þegar liðið lagði Bolton heima. Tottenham og Chelsea skildu jöfn 4-4 í ótrúlegum leik á White Hart Lane. Það var Chelsea sem byrjaði leikinn mikið betur og það var Didier Drogba sem braut ísinn snemma leiks. Chelsea virtist hafa komist í 2-0 skömmu síðar en mark liðsins var dæmt af. Jonathan Woodgate jafnaði fyrir heimamenn með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Michael Essien kom Chelsea aftur yfir á 20. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Tottenham-menn komu ákveðnari til síðari hálfleiksins en Chelsea virtist fara langt með að tryggja sér sigurinn eftir að Joe Cole skoraði laglegt mark á 52. mínútu. Heimamenn voru þó ekki hættir og þeir Dimitar Berbatov og varamaðurinn Tom Huddlestone jöfnuðu metin með mörkum á 61. og 75. mínútu. Joe Cole var aftur á ferðinni fyrir Chelsea þegar hann kom liðinu yfir á ný á 79. mínútu en enn og aftur jöfnuðu heimamenn. Robbie Keane skoraði með glæsilegu skoti á 88. mínútu. Dimitar Berbatov fékk svo síðasta marktækifæri leiksins í uppbótartíma en Carlo Cudicini varði meistaralega frá honum í algjöru dauðafæri. Ronaldo skorar enn Portúgalska undrið Cristiano Ronaldo gerði út um leik Manchester United og Bolton með því að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins á Old Trafford í kvöld, en honum lauk með 2-0 sigri Manchester United. Fyrra markið hans kom eftir mikinn atgang í teig Bolton en það síðara var þrumufleygur beint úr aukaspyrnu. Ronaldo hefur nú skorað 34 mörk í öllum keppnum í vetur. Bæði lið fengu reyndar talsvert af marktækifærum það sem eftir lifði leiks, en sigur meistara United var fyllilega verðskuldaður. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í liði Bolton og barðist eins og ljón - og uppskar meðal annars blóðnasir eftir viðskipti við Carlos Tevez. Manchester United hefur nú þriggja stiga forskot á Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar. 1. Man Utd - 70 2. Arsenal - 67 3. Chelsea - 65 4. Liverpool - 59 Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham og Chelsea áttust við í ótrúlegum leik á White Hart Lane og Cristiano Ronaldo hélt áfram að skora fyrir Manchester United þegar liðið lagði Bolton heima. Tottenham og Chelsea skildu jöfn 4-4 í ótrúlegum leik á White Hart Lane. Það var Chelsea sem byrjaði leikinn mikið betur og það var Didier Drogba sem braut ísinn snemma leiks. Chelsea virtist hafa komist í 2-0 skömmu síðar en mark liðsins var dæmt af. Jonathan Woodgate jafnaði fyrir heimamenn með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Michael Essien kom Chelsea aftur yfir á 20. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Tottenham-menn komu ákveðnari til síðari hálfleiksins en Chelsea virtist fara langt með að tryggja sér sigurinn eftir að Joe Cole skoraði laglegt mark á 52. mínútu. Heimamenn voru þó ekki hættir og þeir Dimitar Berbatov og varamaðurinn Tom Huddlestone jöfnuðu metin með mörkum á 61. og 75. mínútu. Joe Cole var aftur á ferðinni fyrir Chelsea þegar hann kom liðinu yfir á ný á 79. mínútu en enn og aftur jöfnuðu heimamenn. Robbie Keane skoraði með glæsilegu skoti á 88. mínútu. Dimitar Berbatov fékk svo síðasta marktækifæri leiksins í uppbótartíma en Carlo Cudicini varði meistaralega frá honum í algjöru dauðafæri. Ronaldo skorar enn Portúgalska undrið Cristiano Ronaldo gerði út um leik Manchester United og Bolton með því að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins á Old Trafford í kvöld, en honum lauk með 2-0 sigri Manchester United. Fyrra markið hans kom eftir mikinn atgang í teig Bolton en það síðara var þrumufleygur beint úr aukaspyrnu. Ronaldo hefur nú skorað 34 mörk í öllum keppnum í vetur. Bæði lið fengu reyndar talsvert af marktækifærum það sem eftir lifði leiks, en sigur meistara United var fyllilega verðskuldaður. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í liði Bolton og barðist eins og ljón - og uppskar meðal annars blóðnasir eftir viðskipti við Carlos Tevez. Manchester United hefur nú þriggja stiga forskot á Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar. 1. Man Utd - 70 2. Arsenal - 67 3. Chelsea - 65 4. Liverpool - 59
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira