Flugeldasýning á White Hart Lane 19. mars 2008 21:52 Leikmenn Chelsea héldu oftar en einu sinni að þeir væru búnir að tryggja sér sigur í kvöld, en þurftu að sætta sig við stigið NordcPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham og Chelsea áttust við í ótrúlegum leik á White Hart Lane og Cristiano Ronaldo hélt áfram að skora fyrir Manchester United þegar liðið lagði Bolton heima. Tottenham og Chelsea skildu jöfn 4-4 í ótrúlegum leik á White Hart Lane. Það var Chelsea sem byrjaði leikinn mikið betur og það var Didier Drogba sem braut ísinn snemma leiks. Chelsea virtist hafa komist í 2-0 skömmu síðar en mark liðsins var dæmt af. Jonathan Woodgate jafnaði fyrir heimamenn með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Michael Essien kom Chelsea aftur yfir á 20. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Tottenham-menn komu ákveðnari til síðari hálfleiksins en Chelsea virtist fara langt með að tryggja sér sigurinn eftir að Joe Cole skoraði laglegt mark á 52. mínútu. Heimamenn voru þó ekki hættir og þeir Dimitar Berbatov og varamaðurinn Tom Huddlestone jöfnuðu metin með mörkum á 61. og 75. mínútu. Joe Cole var aftur á ferðinni fyrir Chelsea þegar hann kom liðinu yfir á ný á 79. mínútu en enn og aftur jöfnuðu heimamenn. Robbie Keane skoraði með glæsilegu skoti á 88. mínútu. Dimitar Berbatov fékk svo síðasta marktækifæri leiksins í uppbótartíma en Carlo Cudicini varði meistaralega frá honum í algjöru dauðafæri. Ronaldo skorar enn Portúgalska undrið Cristiano Ronaldo gerði út um leik Manchester United og Bolton með því að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins á Old Trafford í kvöld, en honum lauk með 2-0 sigri Manchester United. Fyrra markið hans kom eftir mikinn atgang í teig Bolton en það síðara var þrumufleygur beint úr aukaspyrnu. Ronaldo hefur nú skorað 34 mörk í öllum keppnum í vetur. Bæði lið fengu reyndar talsvert af marktækifærum það sem eftir lifði leiks, en sigur meistara United var fyllilega verðskuldaður. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í liði Bolton og barðist eins og ljón - og uppskar meðal annars blóðnasir eftir viðskipti við Carlos Tevez. Manchester United hefur nú þriggja stiga forskot á Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar. 1. Man Utd - 70 2. Arsenal - 67 3. Chelsea - 65 4. Liverpool - 59 Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham og Chelsea áttust við í ótrúlegum leik á White Hart Lane og Cristiano Ronaldo hélt áfram að skora fyrir Manchester United þegar liðið lagði Bolton heima. Tottenham og Chelsea skildu jöfn 4-4 í ótrúlegum leik á White Hart Lane. Það var Chelsea sem byrjaði leikinn mikið betur og það var Didier Drogba sem braut ísinn snemma leiks. Chelsea virtist hafa komist í 2-0 skömmu síðar en mark liðsins var dæmt af. Jonathan Woodgate jafnaði fyrir heimamenn með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Michael Essien kom Chelsea aftur yfir á 20. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Tottenham-menn komu ákveðnari til síðari hálfleiksins en Chelsea virtist fara langt með að tryggja sér sigurinn eftir að Joe Cole skoraði laglegt mark á 52. mínútu. Heimamenn voru þó ekki hættir og þeir Dimitar Berbatov og varamaðurinn Tom Huddlestone jöfnuðu metin með mörkum á 61. og 75. mínútu. Joe Cole var aftur á ferðinni fyrir Chelsea þegar hann kom liðinu yfir á ný á 79. mínútu en enn og aftur jöfnuðu heimamenn. Robbie Keane skoraði með glæsilegu skoti á 88. mínútu. Dimitar Berbatov fékk svo síðasta marktækifæri leiksins í uppbótartíma en Carlo Cudicini varði meistaralega frá honum í algjöru dauðafæri. Ronaldo skorar enn Portúgalska undrið Cristiano Ronaldo gerði út um leik Manchester United og Bolton með því að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins á Old Trafford í kvöld, en honum lauk með 2-0 sigri Manchester United. Fyrra markið hans kom eftir mikinn atgang í teig Bolton en það síðara var þrumufleygur beint úr aukaspyrnu. Ronaldo hefur nú skorað 34 mörk í öllum keppnum í vetur. Bæði lið fengu reyndar talsvert af marktækifærum það sem eftir lifði leiks, en sigur meistara United var fyllilega verðskuldaður. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í liði Bolton og barðist eins og ljón - og uppskar meðal annars blóðnasir eftir viðskipti við Carlos Tevez. Manchester United hefur nú þriggja stiga forskot á Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar. 1. Man Utd - 70 2. Arsenal - 67 3. Chelsea - 65 4. Liverpool - 59
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira