Enski boltinn

Tevez spenntur fyrir Arsenal

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Carlos Tevez viðurkennir að hann sé spenntur yfir áhuga Arsenal á sér. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal eftir að Thierry Henry var keyptur til Barcelona í gær.

Tevez, sem er leikmaður West Ham, íhugar framtíð sína í sumar en hann hefur gefið það í skyn að hann vilji flytjast til stærra liðs. „Ég veit af áhuga Arsenal og er spenntur fyrir því. Ég þekki líka boltann á Englandi og mér líkar hann. Arsenal er teknískt lið og það hentar mér vel," sagði Tevez við Sun.

Leikmaðurinn hefur einnig verið sterklega orðaður við Inter Milan og Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×