Fótbolti

Hvernig væri að reyna Sporðdrekaspark í stöðunni 1-1 - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kólumbíski markvörðurinn Rene Higuita varð heimsfrægur á sínum tíma fyrir allskyns áhættuleik í markinu og var kannski þekktastur fyrir að beita sporðdrekasparki til þess að koma boltanum frá markinu sínu.

Sporðdrekaspark kallast það þegar leikmaður kastar sér fram og sparkar boltanum með hælnum. Það þarf ekki mikið til þess að þetta endi illa fyrir markvörðinn og þótti Higuita vera hálfgeðveikur að reyna slíkt.

Higuita er nú hættur að spila en Sporðdrekasparkið lifir enn því markvörður frá Marokkó tók upp á þessum fíflaskap í deildarleik á dögunum.



Hamza BoudlalMynd/Youtube.com
Hamza Boudlal leikur með KACM Marrakech og af einhverjum ástæðum datt honum í hug að reyna sportdrekaspark á 82. mínútu leiks liðsins á móti toppliðinu OCK Marrakech. Boudlal gerði þetta þótt að staðan í leiknum væri 1-1.

Það má sjá þetta spark kappans með því að smella hér að ofan en hann fær þó ekki háa einkunn fyrir stílinn og er í raun ljónheppinn að fá bara ekki á sig mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×