Fótbolti

Asíska sambandið hvetur FIFA til að færa HM 2022 fram í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katarmenn fögnuðu því vel að fá að halda HM 2022.
Katarmenn fögnuðu því vel að fá að halda HM 2022. Mynd/AFP
Asíska knattspyrnusambandið hefur lagt inn formlega beiðni til FIFA um að færa HM 2022 fram í janúar eða febrúar til að sleppa við eyðimerkurhitann í Katar. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað í síðustu viku að HM færi fram í Persaflóaríkinu eftir tólf ár.

Peter Velappan, aðalritari asíska knatstpyrnusambandins, segir að það gæti verið hættulegt fyrir leikmenn að spila í 40 stiga hita auk þess að það er engin lausn að kæla niður leik- og æfingavelli eins og Katarmenn hafa lofað.

„Katar er fínt land en það er engin leið að fótboltaleikir geti farið þar fram í júní og júlí. Það mun enginn leikmaður vilja spila við þær aðstæður," sagði Peter Velappan.

„Ég myndi mæla grimmt með því við FIFA að færa keppnin til janúar eða febrúar. FIFA ber skylda til þess að bjóða leikmönnum og áhorfendum upp á bestu mögulegu aðstæður," sagði Velappan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×