FÍB í mál við tryggingafélögin? 24. júlí 2004 00:01 Ekki er útilokað að Félag íslenskra bifreiðaeigenda höfði dómsmál gegn tryggingafélögunum vegna ólögmæts samráðs. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafnaði kröfu félagsins um að ómerkja úrskurð Samkeppnisráðs þar sem tryggingafélögin sluppu við sektir. Framkvæmdastjóri FÍB segir vinnubrögð samkeppnisyfirvalda í málinu til háborinnar skammar. Rannsókn á Tryggingafélögunum og samtökum þeirra tók sjö ár. Á þessu sjö ára tímabili hættu tveir lykilstarfsmenn störfum fyrir stofnunina og mörg önnur viðamikil og tímafrek verkefni drógu úr afkastagetu hennar. Úrskurðurinn var kveðinn upp í lok mars á grundvelli sátta við félögin. Tekið var tillit til þess hversu rannsóknin dróst á langinn og felldar niður allar sektir. Félag Íslenskra bifreiðaeigenda taldi þessa niðurstöðu óviðunandi og kærði hana til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Málinu var vísað frá í gær á þeirri forsendu að ekki hefði verið sýnt fram á að félagið ætti slíkra hagsmuna að gæta að það réttlæti aðild þeirra að málinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að úrskurður áfrýjunarnefndar valdi miklum vonbrigðum. Hann segir ekki útilokað að félagasamtökin fari í mál við tryggingafélögin en það kosti milljónir, og jafnvel tugir milljóna. Það sé vitanlega stór baggi fyrir lítil félagasamtök en málið verði skoðað því neytendur hafi þurft að borga einhverja milljarða í formi of hárra iðgjalda af vátryggingum. Runólfur segir málið allt, og þó sérlega vinnubrögð Samkeppnisstofnunar, til háborinnar skammar. Það verði að gera þá kröfu til aðila eins og samkeppnisyfirvalda að unnið sé hratt og örugglega úr málum sem séu að skaða neytendur í landinu. Að sögn Runólfs fór eitt fyrirtæki, sem var í miðdepli þessarra samkeppnismála, á hausinn á rannsóknartímabilinu og því sé það alvarlegt að Samkeppnisstofnun standi sig ekki betur en þetta Runólfur segir furðulegt að fyrrverandi viðskiptaráðherra hafi verið oddviti tryggingafélaganna í viðræðunum við Samkeppnisstofnun. Aðspurður hvort þetta lykti af pólitík spyr Runólfur á móti hvort það segi sig ekki sjálft. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Ekki er útilokað að Félag íslenskra bifreiðaeigenda höfði dómsmál gegn tryggingafélögunum vegna ólögmæts samráðs. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafnaði kröfu félagsins um að ómerkja úrskurð Samkeppnisráðs þar sem tryggingafélögin sluppu við sektir. Framkvæmdastjóri FÍB segir vinnubrögð samkeppnisyfirvalda í málinu til háborinnar skammar. Rannsókn á Tryggingafélögunum og samtökum þeirra tók sjö ár. Á þessu sjö ára tímabili hættu tveir lykilstarfsmenn störfum fyrir stofnunina og mörg önnur viðamikil og tímafrek verkefni drógu úr afkastagetu hennar. Úrskurðurinn var kveðinn upp í lok mars á grundvelli sátta við félögin. Tekið var tillit til þess hversu rannsóknin dróst á langinn og felldar niður allar sektir. Félag Íslenskra bifreiðaeigenda taldi þessa niðurstöðu óviðunandi og kærði hana til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Málinu var vísað frá í gær á þeirri forsendu að ekki hefði verið sýnt fram á að félagið ætti slíkra hagsmuna að gæta að það réttlæti aðild þeirra að málinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að úrskurður áfrýjunarnefndar valdi miklum vonbrigðum. Hann segir ekki útilokað að félagasamtökin fari í mál við tryggingafélögin en það kosti milljónir, og jafnvel tugir milljóna. Það sé vitanlega stór baggi fyrir lítil félagasamtök en málið verði skoðað því neytendur hafi þurft að borga einhverja milljarða í formi of hárra iðgjalda af vátryggingum. Runólfur segir málið allt, og þó sérlega vinnubrögð Samkeppnisstofnunar, til háborinnar skammar. Það verði að gera þá kröfu til aðila eins og samkeppnisyfirvalda að unnið sé hratt og örugglega úr málum sem séu að skaða neytendur í landinu. Að sögn Runólfs fór eitt fyrirtæki, sem var í miðdepli þessarra samkeppnismála, á hausinn á rannsóknartímabilinu og því sé það alvarlegt að Samkeppnisstofnun standi sig ekki betur en þetta Runólfur segir furðulegt að fyrrverandi viðskiptaráðherra hafi verið oddviti tryggingafélaganna í viðræðunum við Samkeppnisstofnun. Aðspurður hvort þetta lykti af pólitík spyr Runólfur á móti hvort það segi sig ekki sjálft.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent