Enski boltinn

Cisse til Tottenham í sumar?

Nordic Photos/Getty Images

Franski framherjinn Djibril Cisse sagði félögum sínum í Sunderland um helgina að hann væri á leið til Tottenham í sumar eftir því sem fram kemur í breska blaðinu Daily Mail.

Cisse er lánsmaður hjá Sunderland frá franska liðinu Marseille og talið var líklegt að enska félagið myndi ganga frá kaupum á honum í sumar.

Cisse var óvænt á varamannabekk liðsins um helgina en hann er búinn að skora tíu mörk í deildinni í vetur.

Tottenham er eitt þeirra liða sem hefur verið orðað við Carlos Tevez hjá Manchester United og Marouane Chamakh hjá Bordeaux í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×